30.04.2016 12:12

Aðalfundur Búa

Aðalfundur Búa fór framm 10 apríl í Átthagastofu Ólafsvík. 
Það var farið yfir venjuleg fundarstörf og kosið nýjan ritara því Anna Dóra óskaði
eftir að fá að hætta og þökkum við henni fyrir vel unnið starf sem ritari.
Dóra bauð sig framm sem nýjan ritara og var kosin um leið og bjóðum við hana
velkomna í stjórnina.

Lambahappdrættið gekk svo vel hjá okkur seinasta haust á Héraðssýningunni og
allir voru ánægðir með það. Bibba kom með flotta hugmynd um að dekka kostnaðinn
á Veturgömlu sýningunni sem er okkur alltaf frekar dýr með því að gera slíkt hið sama
að hafa happdrætti í henni líka og hafa hrúta sem verðlaun og munum við öugglega gera
það í haust það. 

Við lögðum framm hvort áhugi væri fyrir að sækja um leyfi til að kaupa félagshrúta næsta
haust og fara jafnvel í smá ferð um haustið og sækja þá í leiðinni og var tekið vel undir það.
Því næst verður sótt um leyfi fyrir 1 júní um að kaupa 1 til 3 hrúta.

Við stjórninni lögðum svo framm líka hvort áhugi væri að fá rollu samfestingagalla og láta 
merkja þá Búa og þá komu fleiri hugmyndir eins og að láta gera fyrir okkur logó svo það 
verður spennandi að sjá hvað kemur út úr því. Dóra ætlar að athuga með kostnað á því.
Við getum svo reynt að fá fyrirtæki til að styrkja okkur og auglýsa fyrir þau á göllunum 
ef verður af þessu.

Verðlauna afhending var næst á dagskrá.


Við fengum Árna Bragason hjá Rml til að safna fyrir okkur upplýsingum um afurðarhæðstu
Búin og fleira til að veita verðlaunaskjöl.

Hér eru verðlaunahafar fyrir Afurðarhæðstu búin 2015. 

Blómsturvellir Óttar Sveinbjörnsson með afurðarhæðsta.
fjöldi lamba 32, meðalfallþungi 20,1, meðal vöðvi 11,38. meðal fita 8,66.

Þór Reykfjörð með annað hæðsta.
fjöldi lamba 8 , meðal fallþungi 23,6, meðal vöðvi 11,38, meðal fita 8,50.

Sigurður Kjartan Gylfason með þriðja hæðsta.
fjöldi lamba 33, meðal fallþungi 19,7, meðal vöðvi 10,91, meðal fita 7,70.

Gummi með verðlaunaskjölin fyrir afurðarhæðstu ærnar 2015 fæddar 2011.

Afurðarhæðsta ærin kemur frá Bergi frá Önnu Dóru og Jón Bjarna með 112 í heildareinkunn.
Laufey 11-031 undan Laufa 08-848

Önnur afurðarhæðsta kemur frá Óla á Mýrum með 107 í heildareinkunn.
Bekka 11-030 undan Kveik 05-965.

Þriðja afurðarhæðsta kemur einnig frá Bergi og er líka með heildareinkunn 107.
Frostrún 11-048 undan Frosta 07-843.

Bú með 13,0 kg eftir veturgamla á eða meira. Þetta er ný verðlaunaviðurkenning sem við 
bættum við .

1 sæti Marteinn Gíslason Ólafsvík.
Ær 4 tvílembd 33,3 einlemb 21,5 Á.m.l. 29,3 Hverja á 22. Fædd 1,25 til nytja 1,25
ekki haldið 1 geldar 0.

2 sæti Ólafur Tryggvason Grundarfirði.
Ær 3 tvílembd 0 einlemd 20,6. Á.m.l 20,6. Hverja á 20,6. Fædd 1 til nytja 1
ekki haldið 0 geldar 0 .

3 sæti Hörður Pálsson Hömrum.
Ær 3 tvílembd 28,1 einlembd 16,6. Á.m.l 20,4. Hverja á 20,4. Fædd 1,33. Til nytja 1,33
ekki haldið 0 geldar 0.

Bú með 30,0 kg eftir ána eða meira.

1 sæti. Óskar H. Þorgeirsson Ólafsbraut 54.
Ær 6,Tvíl 43,5, Einl 18. Á.m.l. 39,3. Hverja á. 39,3. Fædd 2. Til nytja 1,83.Fleirl. 0 Geldar 0.

2 sæti. Sigurður Kjartan Gylfason Tungu.
Ær 24.Tvil. 42,6. Einl. 24. Á.m.l. 39,4. Hverja á. 37,7. Fædd 1,92. Til nytja 1,75. Fleirl.3 Geldar 0.

3 sæti. Guðmundur Ólafsson Vallholti 24.
Ær 27.Tvíl.42,1. Einl. 18. Á.m.l. 37,4. Hverja á. 34,6. Fædd 2,11. Til nytja 1,7. Fleirl.6 Geldar 0.


Hæðst dæmdu lambhrútarnir komu frá mér Dísu Mávahlíð og Emil.

1 sæti. Mávur undan Blika Gosa syni og Dröfn Hróa dóttur.
Þungi 56 fótl 109 ómv 34 ómf 2,4 lögun 4,5
8 9 9 9 9 18,5 9 8 9 alls 88,5 stig.

2 sæti. Ísak undan Tvinna Saum syni og Mjallhvít sem er ættuð í Kveik.
Þungi 63 fótl 112 ómv 36 ómf 2,3 lögun 4
8 9 9 9 9 19 8,5 8 8,5 alls 88 stig.

3 sæti. Var seldur og er undan Tvinna og Brimkló sem er undan Blika Gosa syni.
Þungi 48 fótl 105 ómv 32 ómf 3,7 lögun 4,5 
8 9 9 9 9 18,5 8,5 8 8,5 alls 87,5 stig.

Við óskum félagsmönnum til hamingju með flottan árangur og ræktun.

Jæja þá er ég loksins búnað skella þessu inn ég biðst velvirðingar á hvað þetta kemur seint
en ég var bara á Tenerife að leika mér og náði ekki að setja þetta inn áður he he.
Kom svo beint heim og sauðburður skollinn á en sem betur fer var bara ein borin svo ég 
missti ekki af miklu enda sá Siggi um þær fyrir mig á meðan svo þær voru í góðum höndum.

En gangi ykkur vel á sauðburðinum kæru félagar og góða skemmtun þetta er svo æðislegur
tími hjá okkur emoticon

Kær kveðja Stjórnin
  • 1
Flettingar í dag: 23
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 70
Gestir í gær: 14
Samtals flettingar: 318172
Samtals gestir: 71161
Tölur uppfærðar: 26.8.2016 10:12:49