10.10.2016 17:31

Héraðssýning lambhrúta á Snæfellsnesi 2016

Héraðssýning lambhrúta á Snæfellsnesi 2016

Héraðssýning lambhrúta á Snæfellsnesi verður haldin laugardaginn 15. okt 2016.

  • Fyrri hluti sýningarinnar verður haldinn að Gaul í Staðarsveit og hefst kl. 13.00.
Á þeirri sýningu verða veitingar í boði gegn vægu gjaldi til að fá upp í kosnað sýningarinnar.
  • Seinni hluti sýningarinnar verður haldin að Haukatungu Syðri 2 Kolbeinsstaðarhrepp og hefst kl. 20.30.
Verðlaunaafhendingin verður að lokinni sýningu í Haukatungu.

Við viljum hvetja sauðfjárræktendur að mæta með sína gripi á sýninguna og taka þátt í uppskeruhátíð sauðfjáræktenda á Snæfellsnesi.

          Nefndin

Reglur vegna lambhrútasýningar  Snæfellsnesi
* þetta er eingöngu sýning á lambhrútum.
* Hrútar verða að vera fæddir á Snæfellsnesi og því má ekki koma með aðkeypta hrúta.
* Allir hrútar skulu vera stigaðir, þeir verða ekki stigaðir aftur heldur verður stuðst við fyrri stigun.
* Nauðsynlegt er að koma með stigun hrútanna með á sýninguna. Ef það er ekki gert, er viðkomandi hrútur ekki með í sýningunni.
* Hvert býli má koma með 3 hrúta í hverjum flokki. þ.e. 3 kollótta, 3 hyrnda, og 3 mislita og/eða ferhyrnda.

30.09.2016 12:36

Hrútasýning veturgamla 2016

Hrútasýning veturgamla fór fram seinast liðinn föstudag á Hömrum Grundarfirði og 
Bárður og Dóra lánuðu fjárhúsin þar fyrir hrútasýninguna. Aðstaðan var frábær hjá þeim
og Dóra gerði fyrir okkur gúllassúpu sem naut mikilla vinsælda á sýningunni einnig voru
skúffukökur í boði og fleiri kræsingar sem stjórnin kom með og Laufey hans Óla.
Eyjólfur Ingi og Torfi Bergsson komu og dæmdu hjá okkur hrútana. 
Það voru alls 22 hrútar sem mættu á sýningu en aðeins færra var af
fólki en hefur verið en þetta var fámennt en góðmennt. 
Glæsileg sýning og fór mjög afslappað fram. 
Það var frábrugðið núna að hrútarnir voru vigtaðir og dæmdir og svo
var farið bara beint í uppröðun og úrslit. Siðan var gætt sér á ljúffengu súpunni hjá Dóru
og brauði og bakkelsi. Þegar allir voru búnir að því var verðlauna afhending og svo 
sýningu lokið. Við hjá Búa þökkum Bárði og Dóru hjartanlega fyrir frábæra sýningu og afnot af
fjárhúsum á Hömrum. Þökkum félagsmönnum fyrir að mæta og eiga skemmtilegan dag með
okkur eins Eyjólfi og Torfa kærlega fyrir að koma og dæma fyrir okkur.

Hér má sjá mælingu á hrútunum.


Af hvítu hyrndu hrútunum voru 5 í uppröðun.


2 frá Mýrum, 2 frá Mávahlíð og 1 frá Tungu. Siðan stóðu eftir 3 efstu sem voru einn frá
Mávahlíð, einn frá Mýrum og einn frá Tungu.

Þetta eru farandsbikararnir sem eru varðveittir í ár hjá næstu eigendum.

Hér er ég svo með vinningshafann í hvítu hyrndu nr 15-001 Ísak Tvinna sonur og Mjallhvítar.
Tvinni er Saum sonur og Mjallhvít er undan heimaær og Storm Kveiksyni.

Ísak 15-001 frá Mávahlíð.

Hann var 105 kg fótl 119 ómv 38 ómf 3,4 lag 4

8 haus 9 H+h 9 B+útl 9 Bak 9,5 malir 19 læri 8,5 ull 8 fætur 8,5 samr. Alls 88,5 stig.

Í öðru sæti var hrútur nr 15-688 frá Mýrum undan Vind og Ljónu.

Hann var 93 kg fótl 125 ómv 38 æinf 5,1 lag 4

8 haus 8 H+h 8,5 B+útl 9 Bak 9 malir 19 læri 7,5 ull 8 fætur 8,5 samr. Alls 85,5 stig.

Í þriðja sæti var Drjóli nr 15-450 frá Sigga í Tungu undan Soffíu og Hæng.

Hann var 115 kg fótl 122 ómv 39 ómf 7 lag 4

8 haus 9 H+h 9 B+útl 9 Bak 9 malir 18,5 læri 8 ull 8 fætur 9 samr. Alls 87,5 stig.

Í fjórða sæti var Mávur frá Mávahlíð nr 15-002 undan Blika og Dröfn.

Hann var 98 kg fótl 124 34 ómv 5,7 ómf 4 lag

8 haus 8,5 H+h 9 B+útl 8,5 Bak 9 malir 18 læri 8,5 ull 8 fætur 8,5 samr. Alls 86 stig.

Í fimmta sæti var hrútur nr 15-689 frá Mýrum undan Botnu og Prúð.

Hann var 98 kg fótl 123 ómv 34 ómf 7 lag 4

8 haus 8,5 H+h 9 B+útl 8,5 Bak 9 malir 18,5 læri 8 ull 8 fætur 8 samr. Alls 85,5 stig.


Í kollótta flokknum voru þrír í uppröðun frá Friðgeiri á Knörr, Gunnari á Kolgröfum og 
Ingibjörgu og Valgeiri Grundarfirði.

Gunnar á Kolgröfum með hrút nr 15-081 sem er vinningshafi kollóttra 2016.


Hann var 87 kg fótl 115 ómv 33 ómf 6,9 lag 4

8 haus 8 H+h 8,5 B+útl 8,5 Bak 9 malir 18,5 læri 8,5 ull 8 fætur 8 samr. Alls 85 stig.

Í öðru sæti var hrútur nr 15-721 undan Breka og Kápu frá Ingibjörgu og Valgeiri Grundarfirði.

Hann var 74 kg fótl 120 ómv 31 ómf 4,7 lag 4

8 haus 8 H+h 8,5 B+útl 8,5 Bak 9 malir 18 læri 8,5 ull 8 fætur 8 samr. Alls 84,5 stig.

Í þriðja sæti var hrútur nr 15-377 móðir 12-894 og faðir 08-361 frá Friðgeiri á Knörr.

Hann var 97 kg fótl 124 ómv 35 ómf 6 lag 4

8 haus 8 H+h 8,5 B+útl 8,5 Bak 8,5 malir 17,5 læri 8 ull 8 fætur 7,5 samr. alls 82,5 stig


Í mislita flokknum voru líka þrír í uppröðun og voru frá Mávahlíð, Ingibjörgu og 
Valgeiri Grundarfirði og Friðgeiri á Knörr.

Hér er Dísa með Zorró 15-003 undan Glaum og Feikirófu. Glaumur er Topps sonur og undan
Gloppu hans Sigga í Tungu. Feikirófa er undan Mýslu frá Mávahlíð og Negra sem var í eigu
Bárðar og var undan At.

Gleymdi að taka mynd af honum á sýningunni en hér er hann í ágúst. Þetta er sem sagt
besti misliti veturgamli hrúturinn 2016 hjá Búa.

Hann var 90 kg fótl 114 ómv 37 ómf 6,4 lag 4

8 haus 9 H+h 9 B+útl 9 Bak 9 malir 18,5 læri 8 ull 8 fætur 8,5 samr. Alls 87 stig.

Í öðru sæti var hrútur frá Ingibjörgu og Valgeiri undan Móra 14-723 og Úllu 11-037.

Hann var 78 kg fótl 120 ómv 31 ómf 3,2 lag 4

8 haus 8,5 H+h 8,5 B+útl 8,5 Bak 9 malir 18 læri 8 ull 8 fætur 8 samr. Alls 84,5 stig.

Í þriðja sæti var hrútur frá Friðgeiri á Knörr nr 15-376 faðir 08-361 og móðir 10-753

Hann var 92 kg fótl 120 ómv 30 ómf 6,3 lag 4

8 haus 8,5 H+h 9 B+útl 8,5 Bak 8,5 malir 17,5 læri 8 ull 8 fætur 8 samr. Alls 84 stig.

Stigun fór svo víða fram hjá félagsmönnum Búa og kom hún glæsilega fram hjá öllum
hæðst stigaði hrúturinn sem ég varð vitni af var 88,5 stig og var það hjá Óttari á Kjalvegi.
Viðast hvar voru bú að fá 19 í læri og Siggi í Tungu fékk 19,5 fyrir eina gimbur hjá sér.
Bakvöðvi var hæðstur 38 sem ég var vitni af og það var líka hjá Sigga lambhrútur undan
Saum. Frampartur var víða 9 og 9,5 svo þetta voru alveg frábærir gripir sem verður 
spennandi að vinna með í vetur.


Fallegur gimbra hópur hjá Gumma Óla Ólafsvík.

Stigun hjá Óla í Lambafelli.

Stigun hjá Bárði og Dóru á Hömrum.

Það eru svo fleiri myndir af bæði sýningunni og stigun hér inn í albúmi.

  • 1
Flettingar í dag: 23
Gestir í dag: 11
Flettingar í gær: 39
Gestir í gær: 12
Samtals flettingar: 330395
Samtals gestir: 73123
Tölur uppfærðar: 24.1.2017 19:08:41