22.10.2017 22:41

Héraðssýnng lambhrúta á Snæfellsnesi 2017

Héraðssýning lambhrúta á Snæfellsnesi fór fram um seinustu helgi 13 og 14 október.
Fyrri sýningin fór fram í Haukatungu Syðri 2 í flottu fjárhúsunum hjá Ásbyrni og Helgu.
Jón Viðar og Lárus Birgisson voru dómarar. 
Það voru 8 kollóttir, 11 mislitir og 15 hvítir hyrndir mættir til sýningar.
Það voru rúmmlega 40 manns með börnum sem mættu á sýninguna sem hófst kl hálf 9 og 
lauk í kringum 11 um kvöldið. Það var byrjað á því að fá alla hrútana í hverjum flokki og 
síðan endað með 5 í uppröðun sem keppa svo við þá 5 sem fara í uppröðun vestan
girðingar næsta dag. Að lokinni uppröðun var boðið upp á kaffi og kræsingar.
Mjög skemmtileg og vel heppnuð sýning.
Hér er verið að skoða kollóttu hrútana sem voru 8 .
Hér er svo verið að skoða mislitu sem voru 11.
Hér er verið að skoða hvítu hyrndu sem voru 15.
Hér er svo Farandsskjöldurinn til sýnis og kaffi og kræsingar.

Hér má svo sjá myndir af sýningunni inn í albúmi.

22.10.2017 22:39

Héraðssýning lambhrúta Hömrum 2017

Jæja Héraðssýningin heldur áfram og nú er kominn laugardagurinn 14 október og hún hófst
kl 13:00 og lauk um hálf fimm leytið. 

Sýningin var á Hömrum Grundarfirði hjá Bárði og Dóru og ég ákvað að hafa smá bleikt þema
í tilefni af bleikum október og skreytti fjárhúsin eftir því. 

Sauðfjárræktarfélagið okkar Búi og Sauðfjárræktarfélag Eyrasveitar og nágrennis sá um 
þessa sýningu og það gekk allt eins og í sögu það var vel mætt um 70 manns held ég með
börnum upptalið. Við héldum áfram með lambahappdrættið okkar og það gekk framar 
vonum við seldum 82 miða og svo var selt kaffi og með því fyrir 500 kr og frítt fyrir börn
svo við fáum vel upp í kostnað fyrir sýningunni.

Fangelsið á Kvíabryggju sá um að búa til kjötsúpu fyrir okkur sem vakti mikla lukku og var einstaklega gómsæt og með hollensku ívafi því kokkurinn þar er Hollenskur.
Það voru 11 kollóttir vestan girðingar, 18 mislitir og 22 hyrndir svo í heildina vestan girðingar
og austan voru alls 19 kollóttir, 29 mislitir og 37 hvítir hyrndir mættir á sýningu.

Jón Viðar og Lárus voru mættir aftur til að dæma og fara nú að raða hér eins og á hinni 
sýningunni í 5 í uppröðun í hverjum flokki sem keppa við hina 5 austan girðingar.

Það var svo dregið í lambahappdrættinu meðan dómararnir gerðu upp hug sinn.
Það var mikil spenna og dregið var um 2 gullfallegar gimbrar og egg frá Dóru og Bárði úr
Hamrabúinu þeirra. 

Jæja þá ætla ég að skella myndum hér inn og láta þær tala sýnu máli ásamt útskýringum.

Hér er Héraðsmeistarinn 2017 á Snæfellsnesi hjá Bárði og Dóru Hömrum.
Hér er Óttar Sveinbjörnsson Kjalvegi en hann á hluta af heiðrinum bak við
meistarann að miklu leiti bæði í móður og föður hrútsins.
Hér er svo hrúturinn sem er undan hrút hjá Bárði sem heitir Partur og er Kletts sonur.
Klettur var hrútur frá Óttari á Kjalvegi undan Kveik sæðishrút.

47 kg 109 fótl 36 ómv 1,8 ómf 5 lag

8 9 9 9,5 9,5 19 7,5 8 9 alls 88,5 stig.

Í öðru sæti var hrútur frá Snorrastöðum undan Njáll 16-480 frá Haukatungu.
Það er hrúturinn sem er fyrstur í röðunni og Magnús heldur í.

51 kg 110 fótl 36 ómv 2,6 ómf 5 lag

8 8,5 8,5 9,5 9 19 8 8 8,5 alls 87 stig.

Kristján á Fáskrúðarbakka átti hrútinn í þriðja sæti og ég náði ekki mynd af honum.
en hér eru verðlaunahafarnir fyrir hvítu hyrndu 2017.

Í þriðja sæti hrútur undan Leki 14-003 

51 kg 103 fótl 35 ómv 3 ómf 5 lag

8 8,5 9 9,5 9 18,5 8 8 8,5 alls 87 stig

Hér eru vinningshafarnir fyrir kollóttu hrútana 2017.
1 sæti Guðbjartur Hjarðafelli
2 sæti Ásbjörn Haukatungu Syðri 2
3 sæti Lauga Hraunhálsi

Besti kollótti hrúturinn 2017.

Frá Hjarðafelli undan Brúsa 53 kg 108 fótl 34 ómv 3,4 ómf 4 lag

8 9 9 9 9 18,5 9 8 8,5 alls 88 stig

í öðru sæti frá Haukatungu Syðri undan Magna.

59 kg 106 fótl 34 ómv 2,1 ómf 4 lag

8 8,5 8,5 9 9 18 9 8 8,5 alls 86,5 stig.

Þriðja sæti frá Hraunhálsi undan Hnallur.

51 kg 110 fótl 28 ómv 4,1 ómf 4 lag

8 9 8,5 8,5 9 18 8 8 8,5 alls 85,5 stig.

Vinningshafar í mislitu hrútunum 2017.
1 sæti Arnar og Elísabet Bláfeldi
2 sæti Guðmundur Ólafsson Ólafsvík
3 sæti Arnar og Elísabet Bláfeldi

Besti misliti hrúturinn 2017 frá Arnari og Elísabetu undan Hermil

50 kg 109 fótl 34 ómv 2,5 ómf 4,5 lag

8 9 9 9 9 18,5 8 8 8,5 alls 87 stig

Í öðru sæti frá Gumma Ólafs undan Tobba.

55 kg 111 fótl 32 ómv 4,6 ómf 4 lag

8 8,5 8,5 9 9 19 8 8 9 alls 88 stig.
Í þriðja sæti frá Arnari Bláfeldi undan Ask frá mér.

52 kg 108 fótl 33 ómv 2,8 ómf 5 lag

8 9 9 9 8,5 18,5 8 8 8,5 alls 86,5 stig.
Hér má sjá töfluna með stigunum á gimbrunum sem voru í vinning í happdrættinu.

Svört gimbur frá Bárði og Dóru sem var undan Part og Hlédísi.

47 kg 30 ómv 2,0 ómf 4 lag 8,5 framp 18,5 læri 8 ull

Flekkótt gimbur frá Hraunhálsi.

45 kg 28 ómv 2,5 ómf 3,5 lag 8,5 framp 18 læri 7,5 ull
Hér eru vinningshafarnir úr happdrættinu og það eru þeir Hallur á Naustum sem fékk
þá kollóttu og svo Guðjón frá Syðri Knarratungu sem fékk þá hyrndu.
Eins og myndin sýnir þá sýnist mér þeir vera hæðst ánægðir með gripina sína.
Hér má sjá betri mynd af happdrættis vinningunum.
Hér má sjá bleika skrautið í fjárhúsunum.
Kaffi borðið var líka með bleikum löber og verðlaunin með bleikum slaufum og borðum.
Ég teiknaði hrútamyndirnar og gaf í verðlaun og Jóhanna Bergþórsdóttir málaði fallega
vatnslita málverkið sem var líka í verðlaun.
Hér má sjá kræsingarnar sem voru í boði.
Verið að skoða kollóttu hrútana.
Mýsnar hjá Bárði vöktu mikla athygli hjá yngstu kynslóðinni.
Eins var með karið sem er inn í Hlöðu sem róla.
Bjargmundur lét sig ekki vanta á sýninguna og hafði miklar skoðanir á hrútunum.
Margir og fjölbreyttir litir voru í mislitu hrútunum.
Trausti og Hanna komu og skemmtu sér vel.
Dóra rík amma.
Kristinn Bæjarstjóri hér einbeittur að fylgjast með.
Verið að skoða hyrndu hvítu.
Dúllurnar mínar komu með ömmu Huldu.
Við Dóra að fara láta krakkana draga happdrættis vinningana.
Lárus Birgisson að segja frá þessum fallega verðlauna grip.
Gummi Ólafs prentaði svo út stiganir á öllum hrútunum sem voru skráðir á blað og það
vakti mikinn áhuga og pælingar til að fygjast með. Alveg þrælsniðugt.

Verið að skoða í Haukatungu.

Það eru svo fleiri myndir hér inn í mynda albúmi.

11.10.2017 15:04

Héraðssýning lambhrúta 2017

Vill koma því á framfæri að Héraðssýningin vestan megin girðingar hefur verið breytt og verður haldinn á Hömrum Grundarfirði hjá Bárði og Dóru en ekki í Tungu eins og stóð til.
endilega látið það berast

Héraðssýning lambhrúta á Snæfellsnesi 2017

Fyrri sýningin fer fram föstudaginn 13.október á Haukatungu Syðri 2 í Kolbeinsstaðarhreppi
og hefst kl 20:30.

Áframhald fer framm laugardaginn 14.október á Hömrum Grundarfirði og hefst kl 13:00.
Á þeirri sýningu verða veitingar í boði geng vægu gjaldi til að fá aðeins upp í kostnað sýningarinnar.
Það verður sem sagt 500 kr á mann ef menn vilja gæða sér á kræsingum og kaffi og að sjálfsögðu
verður frítt fyrir börn.

Það verður svo áfram lambahappdrættið sem vakti svo mikla lukku og skemmtun.  
Þeir sem hafa áhuga á að 
krækja sér í miða þá mun miðinn kosta 1000 kr. Vegleg verðlaun í boði.
Engin posi verður á staðnum.

Verðlauna afhending verður svo að lokinni sýningu á Hömrum Grundarfirði  fyrir báðar sýningarnar.

Allir velkomnir og áhugafólk um sauðfjárrækt auðvitað kvatt til að mæta með sína gripi og sjá aðra.
Það verður mikið spáð og þukklað.


Reglur vegna lambhrútasýningar á Snæfellsnesi. 
* Þetta er eingöngu sýning á lambhrútum. 
* Hrútar verða að vera fæddir á Snæfellsnesi og því má ekki koma með aðkeypta hrúta. 
* Allir hrúta skulu vera stigaðir, þeir verða ekki stigaðir aftur heldur verður stuðst við fyrri stigun. 
* Nauðsynlegt er að koma með stigun hrútanna með á sýninguna. Ef það er ekki gert, er viðkomandi hrútur ekki með í sýningunni. 
* Hvert býli má koma með 3 hrúta í hverjum flokki. Þ.e. 3 kollótta, 3 hyrnda, og 3 mislita og/eða ferhyrnda. 
* Hrútar sem koma á sýninguna verða að ná 83 stigum, það á þó ekki við um mislita og ferhyrnda hrúta. 

Sjáumst hress og kát og eigum góðan dag saman.

02.10.2017 15:57

Héraðssýning lambhrúta 2017

Héraðssýning lambhrúta á Snæfellsnesi 2017

Fyrri sýningin fer fram föstudaginn 13.október á Haukatungu Syðri 2 í Kolbeinsstaðarhreppi og hefst kl 20:30.

Áframhald fer framm laugardaginn 14.október í Tungu Fróðarhreppi í Snæfellsbæ og hefst kl 13:00.
Á þeirri sýningu verða veitingar í boði geng vægu gjaldi til að fá aðeins upp í kostnað sýningarinnar.
Það verður sem sagt 500 kr á mann ef menn vilja gæða sér á kræsingum og kaffi og að sjálfsögðu
verður frítt fyrir börn.

Það verður svo áfram lambahappdrættið sem vakti svo mikla lukku og skemmtun.                          Þeir sem hafa áhuga á að 
krækja sér í miða þá mun miðinn kosta 1000 kr. Vegleg verðlaun í boði.
Engin posi verður á staðnum.

Verðlauna afhending verður svo að lokinni sýningu í Tungu Fróðarhreppi  fyrir báðar sýningarnar.

Allir velkomnir og áhugafólk um sauðfjárrækt auðvitað kvatt til að mæta með sína gripi og sjá aðra.
Það verður mikið spáð og þukklað.


Reglur vegna lambhrútasýningar á Snæfellsnesi. 
* Þetta er eingöngu sýning á lambhrútum. 
* Hrútar verða að vera fæddir á Snæfellsnesi og því má ekki koma með aðkeypta hrúta. 
* Allir hrúta skulu vera stigaðir, þeir verða ekki stigaðir aftur heldur verður stuðst við fyrri stigun. 
* Nauðsynlegt er að koma með stigun hrútanna með á sýninguna. Ef það er ekki gert, er viðkomandi hrútur ekki með í sýningunni. 
* Hvert býli má koma með 3 hrúta í hverjum flokki. Þ.e. 3 kollótta, 3 hyrnda, og 3 mislita og/eða ferhyrnda. 
* Hrútar sem koma á sýninguna verða að ná 83 stigum, það á þó ekki við um mislita og ferhyrnda hrúta. 

Sjáumst hress og kát og eigum góðan dag saman.

Hér er gimbur sem var í verðlaun árið 2015 í happdrættinu svo það verður spennandi að sjá 
hvað verður í vinning núna.

24.09.2017 21:43

Hrútasýning veturgamla 2017

Hrútasýning veturgamla 2017 fór fram á Hömrum Grundarfirði hjá Bárði og Dóru.
Við fengum alveg dásemdar veður og það var vel mætt af fólki sem hrútum sem tengjast
þessari sýningu. Torfi og Árni voru dómarar og 29 hrútar voru mættir á staðinn.
Aðstaðan hjá Bárði og Dóru var alveg til fyrirmyndar. 
Bárður og Dóra áttu besta hvíta hyrnda sem er hrútur undan Börk og Gloppu.
82 kg fótl 120 ómv 36 ómf 6,9 lag 4
8 9 9 9 9 18,5 8 8 8,5 alls 87 stig.
Myndarlegur hrútur sem er besti hvíti hyrndi veturgamli hjá Búa 2017.
Í öðru sæti var hrútur frá Guðfinnu og Ragnari á Kverná undan Kalda og Hjördísi
79 kg 121 fótl 34 ómv 4,9 ómf 4,5 lag
8 9 8,5 9 9 18,5 9 8 8,5 alls 87,5 stig.

Í þriðja sæti var hrútur frá Sigga í Tungu undan Saum og Snekkju.
88 kg 114 fótl 37 ómv 6,3 ómf 4 lag
8 8,5 9 9 9 18,5 9 8 8,5 alls 87,5 stig.

Í fjórða sæti var hrútur frá Jón Bjarna og Önnu Dóru undan Kölska og rollu nr 12 440.
90 kg 122 fótl 34 ómv 5,2 ómf 4 lag
8 9 9 9 9 18,5 7,5 8 8,5 alls 86 stig.

Í mislitaflokknum var hrútur frá okkur undan Kalda og Brælu besti misliti 2017.
83 kg 117 fótl 35 ómv 6,4 ómf 4 lag
8 9 9 9 9 18,5 7,5 8 8,5 alls 86,5 stig.
Hér er hann Askur besti misliti veturgamli hrúturinn hjá Búa 2017.
Í öðru sæti var hrútur frá Bárði og Dóru undan K K og Lýsu.
83 kg 117 fótl 35 ómv 6,7 ómf 4 lag
8 8,5 9 9 9 18,5 8 8 8,5 alls 86,5 stig.

í þriðja sæti var hrútur frá Bibbu og Valgeiri undan Dug og Dísu.
92 kg 125 fótl 32 ómv 12,9 ómf 4 lag
8 9 8,5 8,5 8,5 18 8 8 8,5 alls 85 stig.

í fjórða sæti var hrútur frá Sigga í Tungu undan Soffíu og Styrmi.
104 kg 121 fótl 34 ómv 6 ómf 4 lag
8 9 9,5 8,5 9 17,5 7,5 8 8,5 alls 85,5 stig.

Besti kollótti veturgamli hrúturinn var frá okkur Emil undan Magna og Urtu frá Hraunhálsi.
90 kg 118 fótl 32 ómv 7,5 ómf 4 lag
8 9 9 8,5 9 18 8,5 8 8 alls 86 stig.

Það voru bara tveir hvitir kollóttir sem náðu í uppröðun og hinn var frá Gunnari á 
Kolgröfum og ég náði ekki að fá stigun á honum.

Hér er verið að vigta hrútana.
Fengum fínasta veður það hefur nú oft verið ansi leiðinlegt þegar þessar sýningar hafa
verið og oft minnist maður að fara í hífandi roki og rigningu en það var nú aldeilis ekki.

Það eru svo myndir af sýningunni hér inn í albúmi.

13.09.2017 17:35

Hrútasýning veturgamla 2017

Hútasýning veturgamla verður þriðjudaginn 19 sept kl 18:00 á Hömrum Grundarfirði
í fjárhúsunum hjá Bárði og Dóru.

Hrútunum verður raðað í þrjá flokka sem sagt hvítir hyrndir, hvítir kollóttir og 
mislitir kollóttir/hyrndir.

Við minnum fyrrum verðlaunahafa að koma með bikarana á sýninguna.

Allir velkomnir

Komum nú saman með hrútana okkar og höfum gaman emoticon

Kveðja stjórnin

26.08.2017 15:13

Hrútasýning veturgamla 2017

Sælir félagsmenn Búa 

Fyrirhugað er að halda Hrútasýningu veturgamla á Hömrum Grundarfirði hjá Bárði og Dóru.
Sýningin mun verða 19 sept eftir klukkan 17:00 en nánari tímasetning mun koma þegar nær
dregur svo endilega takið seinni part af þessum degi frá svo við getum komið 
saman og átt glaðan dag. Full mótuð auglýsing mun svo koma inn síðar.

Á þessari mynd er Grettir veturgamal sem er í eigu Sigga í Tungu og er undan Svört og Máv.
Kær kveðja Stjórnin
  • 1
Flettingar í dag: 20
Gestir í dag: 8
Flettingar í gær: 30
Gestir í gær: 13
Samtals flettingar: 354008
Samtals gestir: 76845
Tölur uppfærðar: 23.11.2017 05:15:27