17.10.2018 08:56

Héraðssýning lambhrúta á Snæfellsnesi 2018


Bárður og Dóra með Héraðsmeistarann Skjöld í fyrra. Það var mikið af efnilegum sonum undan
honum í ár hjá þeim.


Héraðsýning lambhrúta á Snæfellsnesi 2018


Héraðssýning lambhrúta á Snæfellsnesi verður haldin laugardaginn 20. okt 2018.

  • Fyrri hluti sýningarinnar verður haldinn að Hofstöðum í Miklaholtshreppi og hefst kl. 13.00.
  • Seinni hluti sýningarinnar verður haldin að Haukatungu Syðri 2 Kolbeinsstaðarhreppi og hefst kl. 20.30.

Verðlaunaafhendingin verður að lokinni sýningu í Haukatungu.

 

Við viljum hvetja sauðfjárræktendur að mæta með sína gripi á sýninguna og taka þátt í uppskeruhátíð sauðfjárræktenda á Snæfellsnesi.

          Nefndin

 

Reglur vegna lambhrútasýningar  Snæfellsnesi
* þetta er eingöngu sýning á lambhrútum.
* Hrútar verða að vera fæddir á Snæfellsnesi og því má ekki koma með aðkeypta hrúta.
* Allir hrútar skulu vera stigaðir, þeir verða ekki stigaðir aftur heldur verður stuðst við fyrri stigun.
* Nauðsynlegt er að koma með stigun hrútanna með á sýninguna. Ef það er ekki gert, er viðkomandi hrútur ekki með í sýningunni.
* Hvert býli má koma með 3 hrúta í hverjum flokki. þ.e. 3 kollótta, 3 hyrnda, og 3 mislita og/eða ferhyrnda.

10.09.2018 07:43

Hrútasýning veturgamla 2018

Hútasýning veturgamla verður þriðjudaginn 18 sept kl 17:00 á Hömrum Grundarfirði
í fjárhúsunum hjá Bárði og Dóru.

Hrútunum verður raðað í þrjá flokka sem sagt hvítir hyrndir, hvítir kollóttir og 
mislitir kollóttir/hyrndir.

Við minnum fyrrum verðlaunahafa að koma með bikarana á sýninguna.

Allir velkomnir

Komum nú saman með hrútana okkar og höfum gaman emoticon

Kveðja stjórnin

Bárður og Dóra með besta hvíta hyrnda veturgamla hrútinn 2017 hægt að skoða færslu um það hér 
inn á þessum tengli.
  • 1
Flettingar í dag: 58
Gestir í dag: 14
Flettingar í gær: 387
Gestir í gær: 25
Samtals flettingar: 408315
Samtals gestir: 83640
Tölur uppfærðar: 16.11.2018 14:32:57