23.04.2017 15:53

Aðalfundur Búa

Sælir félagsmenn Aðalfundur Búa var haldinn 10 apríl og var fámennt en góðmennt.

Farið var yfir venjuleg aðalfundarmál og veittar viðurkenningar fyrir eftirfarandi flokka

Þrjá hæðst dæmdu lambhrúta hjá Búa 2016


Þar var Óttar á Kjalvegi með hæsta lambhrútinn hann er Hring Saum syni og Lukku

stigun hans hljóðaði svona

57 kg 33 ómv 5,4 ómf 4 lag 105 fótl

7,5 9,5 10 9 9,5 18,5 8 8 8,5 alls 88,5 stig

Í öðru sæti var hrútur undan Ísak Tvinna syni og Tungu Garra dóttir frá Mávahlíð

8 8,5 9 9 9 18,5 9 8 8,5 alls 87,5 stig

Í þriðja sæti var hrútur frá Kverná undan Kornelíusi og Gufu

40 kg 31 ómv 2 ómf 5 lag 106 fótl

8 9 9 9 9 19 8 8 8,5 alls 87,5 stig


Bú sem náðu 30 kg eftir ána eða meira.


Marteinn Gíslason Túnbrekku 16 með 15 ær og eftir hverja á 47,1


Óttar Kjalvegi 24 ær eftir hverja á 39,6


Óskar H Róbertsson 8 ær eftir hverja á 39,4


Bú sem náðu 13 kg eða meira eftir hverja veturgamla á 2016


Óttar Kjalvegi fjöldi á 5 eftir hverja á 23,2

Þór Reykfjörð Eiðhúsum fjöldi á 3 eftir hverja á 23,2

H Róbertsson fjöldi á 2 eftir hverja á 21,8


Ær fæddar 2012 með besta kynbótamat sem sagt bestu 5 vetra ærnar.


Guðmundur Ólafsson Vallholti 24 með efstu sem er Dóra 12-030 undan Grábotna 06-833

með heildarstig 112


Önnur afurðarhæðsta er frá Dóru og Bárði Eyravegi 12 og heitir Tjara 12-010 undan Negra

10-711 með heidarstig 111


Þriðja afurðarhæðsta er frá Dísu og Emil Mávahlíð og heitir Dröfn 12-008 undan Hróa 07-836

heildarstig 110


Það voru svo einnig veitt skjöl fyrir bestu veturgömlu hrútana sem unnu sýninguna í haust

sem sagt besta Hyrnda, kollótta og mislita. Það var hyrndi og misliti frá Dísu og Emil

Mávahlíð og svo kollótti frá Gunnari á Kolgröfum.


Félagsgjöld voru færð yfir í heimabanka og er fyrsta reynsla af því mjög góð segir gjaldkeri

félagsins og hafa félagsgjöld aldrei skilað sér jafn hratt inn. Það skal tekið fram að ekki eru

neinir dráttarvextir eftir eindaga svo það er alveg óhætt ef það gleymist að greiða fyrir þann dag.


Dóra lét gera lógó fyrir félagið og er mynd af því inn á facebookar síðu Búa ásamt blaði með

reikningum félagsins yfir árið en heildarstaða eftir árið er 533,446 sem sagt eigið fé.

Tekjur voru 96,798 og gjöld 55,530 og hagnaður ársins var 41,268.


Hér eru Guðfinna, Gummi með fyrir Óttar og Emil með skjöl fyrir stigahæðstu lambhrútana.

Dóra, Dísa og Gummi með skjöl fyrir afurðarhæðstu 5 vetra ærnar.


Læt þetta duga af fundinum og óska ykkur góðs gengis á sauðburði .

Það eru svo fleiri myndir af fundinum inn í albúmi.


30.03.2017 10:32

Aðalfundur 2017

Kæru félagsmenn nú er komið að því að halda Aðalfund hjá okkur í Búa.

Hann verður haldinn í Fákaseli Grundarfirði mánudaginn 10 apríl klukkan hálf 9.

Farið verður yfir venjuleg fundarstörf og veittar viðurkenningar fyrir árið 2016.

Vonumst til að sem flestir sjái sér fært að mæta.

Kær kveðja Stjórnin

  • 1
Flettingar í dag: 10
Gestir í dag: 5
Flettingar í gær: 35
Gestir í gær: 9
Samtals flettingar: 339167
Samtals gestir: 74653
Tölur uppfærðar: 27.7.2017 06:25:25