22.04.2018 16:04

Aðalfundur Búa fyrir árið 2017

Aðalfundur Búa var haldinn 16 apríl í Átthagastofu í Ólafsvík. Það mættu 9 manns með okkur
í stjórninni. Það var farið yfir síðast liðið ár og svo bara venjuleg aðalfundarstörf og stjórnin
helst áfram óbreytt. Veitt voru viðurkenningar skjöl fyrir Afurðarhæðstu ærnar, Stigahæðsta
lambhrútinn, Afurðarhæðstu búin og svo skjöl fyrir efstu hrútana á Veturgömlu sýningunni sem var síðast liðið haust.
Hér eru verðlaunahafarnir fyrir efstu lambhrútana 2017. Emil ,Dóra og Þórsi fyrir Óttar.
1 sæti Óttar Sveinbjörnsson Kjalvegi með hrút sem var 89 stig.
2 sæti Bárður og Dóra Eyravegi 12 með hrút sem var einnig skjaldhafinn 88,5 stig
3 sæti Emil og Dísa Mávahlíð með hrút sem var 88,5 stig.
Afurðarhæðstu ærnar. Dóra og Gummi með verðlaunaskjölin.
Afurðarhæðsta ærin var frá Jón Bjarna og Önnu Dóru Bergi með 112 í heildarstig.
Í öðru sæti var líka ær frá Bergi með 110 í heildarstig og þær eru báðar undan Silfra 12-200
Í þriðja sæti var ær frá Dóru og Bárði Eyravegi 12 með 110 í heildarstig undan Kjark 08-840
Dóra og Emil með verðlaunaskjölin fyrir veturgömlu hrútana.
Emil er með besta kollótta og mislita 
Dóra er með besta hvíta hyrnda.
Afurðarhæðstu búin. Dóra, Gummi og Þórsi.
Afurðarhæðsta búið var Þórsi og Elva Hellissandi.
Annað afurðarhæðsta var Marteinn Gíslason Ólafsvík
Þriðja afurðarhæðsta var Anna Dóra og Jón Bjarni Bergi.
Hér erum við á fundinum það eru svo fleiri myndir inn í albúmi.

12.04.2018 09:05

Aðalfundur Búa

Sælir félagsmenn Aðalfundur Búa verður næstkomandi mánudag 16 apríl kl 20:30 í Átthagastofu Ólafsvík. Afsökum stuttan fyrirvara en gott að keyra fundinn í gegn fyrir sauðburð
Það verða venjuleg Aðalfunda störf og viðurkenningar og fleira.

Vonumst til að sjá sem flesta 
Kær kveðja stjórnin
  • 1
Flettingar í dag: 36
Gestir í dag: 11
Flettingar í gær: 44
Gestir í gær: 10
Samtals flettingar: 387751
Samtals gestir: 80330
Tölur uppfærðar: 22.7.2018 10:34:36